Lífeyrissjóðir

Ég hef verið að velta fyrir mér tilgangi lífeyrisjóðanna, fyrir hvern eru þeir? Eiga þeir bara að þjóna þeim sem að eru efnaðir?

Þegar að maður neyðist til að borga alla ævi í lífeyrissjóð hvers vegna er þá ekki jafnað út greiðslan sem að lögð er inn. Það eru allir sem að eru að þiggja laun neyddir til að borga í þá  hvers vegna hvers vegna fer þá ekki öll innlögnin í einhverskonar jöfnunarsjóð þannig að allir fá t.d. 300 þúsund á mánuði út úr þeim í stað þess að þeir sem að hafa haft mikil laun fá alltaf meira? Ef að menn hafa haft há laun þá eiga þeir að getað lagt meiri pening fyrir en þeir sem að hafa lægri laun t.d. með séreignasparnaði. Það er búið að draga sama hlutfall af öllum og þess vegna á að jafna greiðsluna úr sjóðunum. Það er þannig í dag að þeir sem að hafa minnst á milli handana fá minna úr sjóðunum í stað þess að t.d. alþingismenn hafa meiri réttindi heldur en við, almúginn. 

Hvers vegna er ekki bara einn lífeyrisjóður fyrir alla í stað þess að hafa þá marga með rándýrri yfirbyggingu,þá myndi vera einn gífurlega öflugur sjóður í stað margra. Þá væri líka hægt að ráða teimi af hæfustu mönnunum til að stýra þeim. Ég er nefnilega ekki alveg viss um að fólk geri sér almennilega grein fyrir hversu mikil völd það er að komast í stjórn á svona sjóðum, þeir sem að komast til valda geta nefnilega haft einhver gæluverkefni fyrir vini og vandamenn ef að þeim sýnist svo. Gott dæmi er formaður í VR sem að komst í stjórn kaupþings og fékk bara 500,000 aukalega á mánuði fyrir það í stað þess að einhver hæfur maður hefði tekið sæti fyrir sjóðinn og auðvitað hefðu laun hans fyrir stjórnarsetu átt að ganga í sjóðinn þar sem að hann er starfsmaður hans. Menn eiga nefnilega ekki að fá aukalaun fyrir að sitja í stjórn einhvers fyrirtækis fyrir hönd sjóðsins og þiggja aukalaun fyrir það þar sem að þeir eru þarna sem mínir fulltrúar, auðvitað á sjóðurinn að hagnast þar sem að þetta eru hans peningar.

 Ég vil að fólk fari að gera meiri kröfur um að sjóðirnir séu vel reknir og að aldrei skerðist eigið fé sjóðanna og ef að það gerist verða menn látnir svara til saka fyrir það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Lífeyrisstjódirnir hafa alla tíd verdid glæpasamtök..............Er tad eithvad edlilegt ad líeyrissjódur fari á hausinn med marga medlimi innanbords?Tad hefur gerst í gegnum tídina ad sjódir hafa farid á hausinn og engin skýring á tví afhverju tad gerdist....Allavega fengum vid medlimir sjódsins ekki ad vita neitt og málid látid nidur falla.Tetta einstaka dæmi gerdist fyrir mörgum árum á vestfjördum.Nú er svo komid fyrir sjódum ad teir verda ad sameinast tví peningar eru ekki til ,til ad keyra tá áfram.

Hvad er tetta eiginlega ,madur skilur ekki hvernig stjórnarmenn tessara fyritækja fái ad rádgast med okkar peninga eins og teim listir.Enginn hefur spurt mig ,tó svo ég eigi nokkrar krónur liggjandi í einhverjum stjódnum.

Ég er svo fegin tví ad enginn geti bara bankad á dyrnar hjá mér og sagt:Komdu med alla peninganna tína ,ég ætla nefnilega ad redda Roskildebank...

Hvad á madur eigininlega ad ganga langt í tví ad vera áhyggjufullur  ??????Mér er spurn.

Tad er kannski ekki ad ástædulausu Höddi minn ad landid okkar færi nánast á hausinn???...Tad er kannski bara tilgangur med tessu öllu saman.

Nú viljum vid fara ad fá nýtt og ungt fólk inn í stórnunarstödurnar med kraft og tor  og sýnir mikkla ábyrgd..Tad sýna sig allavega skrif tessa fólks.

Gudrún Hauksdótttir, 14.2.2009 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband