Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012

að vera án maka

Ég er búin að vera að hugsa um að skrifa þetta í langan tíma þar sem að oft er vinafólkið mitt að vera eitthvað svona para.

Þegar að pörin vinir mínir eru að gera eitthvað þá er aldrei haft samband við okkur makalausa fólkið. Heldur fólk í alvöru að okkur makalausa fólkinu hafi engan áhuga á að hitta annað fólk? Það er sko nógu erfitt að fara að lifa einn að þurfa líka að vera skilinn eftir útundan bara vegna þess að maður á ekki maka. Það er t.d. mjög auðvelt að bjóða bara tveim makalausum svo að þeir verði ekki einmanna. Þá er hægt að slá tvær flugur í einu höggi þar sem að þá hittum við aðra makalausa sem að hafa kannski ekki endanlausan áhuga á að vera bara að djamma. Ef að mig langar að gera eitthvað þá er bara hægt að hitta aðra makalausa vegna þess að þeir sem að eiga maka eru upptekknir og það eina sem að er gert er að fara í bæinn.

Ef að þú átt makalausan vin þá máttu ekki gleyma því að hann hefur kannski bara gaman af því að hitta annað fólk en hauslausa fólkið á djamminu ;)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband