Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Gísli grenjuskjóða

Ég verð að segja að þú Gísli Marteinn er grenjuskjóða, það er allavega það eina sem að ég get sagt um þig miðað við síðustu viku. Ef að ég ætti að sálgreina þig þá ertu einbirni og hefur aldrei þurft að taka ábyrgð á neinu í þínu lífi. Hvers vegna ertu að níðast á Birni Inga fyrir að vilja ekki leika við þig lengur? Kannski finnst honum þú bara vera hund leiðinlegur og eða vill bara eiga vini sem að eru ekki að stinga undan sér. Vertu bara maður og viðurkenndu að þú ert bara mömmustrákur og ferð alltaf heim til að grenja í mömmu og hún reddar málunum fyrir þig, nema núna. 

Það eitt að hafa tapað einu stríði gerir þig eitt og sér ekki að looser en það að geta ekki hætt að tala um það og að fara að koma fram með einhverja svakalegar samsæriskenningar gerir þig ekki af meiri manni. Það er nú samt þannig að þú átt þér von og sú von felst í að fara að líta fram á vegin og berjast fyrir að vinna þitt sæti aftur.

Björn Ingi er Framsóknarmaður og lítur þess vegna fram á vegin, hann er búin að skilja þig eftir grenjandi í fortíðinni en  stendur sjálfur uppi sem sigurvegari. Hvort sem að einhverjir sem að kjósa Framsóknarflokkinn eiga peninga þá er það nú líka þannig með menn sem að kjósa þinn flokk og ég get alveg lofað þér að flestir af stærstu hluthöfunum eru líka úr þínum flokki þannig að vertu nú bara alvöru maður og farðu aftur út af örkinni til að berjast en ekki vera inná káetu að kenna öllum öðrum um.

Bið að heilsa mömmu þinni og vona að hún fari að losna við litla aumingja af heimilinu. 


Stormur í vatnsglasi

Vinstri grænir, hvað er þetta?

 Mér finnst það æðislegt hvað VG eru miklir snillingar að búa til múgæsing. Þessi flokkur hefur enga skoðun nema að vera á móti öllu sem að aðrir segja og ef að þeir finna eitthvað sem að er hægt að búa til stórmál úr þá eru þeir mættir eins og ghostbusters í gamla daga með sírenum og öllu. 

 Ég er einn af þessum markaðsmönnum, ég er ekki ríkur en finnst samt að ríkisfyrirtæki eigi ekki að vera í samkeppni. Það eitt og sér að sameina  Energy invest og Geysir green energy er góðra gjalda vert sérstaklega ef að OR býr til einhverja peninga þá er markmiði náð. Það hvort að Bjarni græði milljón eða milljarð skiptir mig engu máli og ég get ekki séð að hann geri eitthvað ólöglegt annað en að gambla með sína peninga. Ef að svo illa gengi og félagið yrði gjaldþrota þá er hann búin að tapa fullt af pening sem að hann BTW á. Það er nú líka þannig að það græða ekki allir á að eiga bréf í fyrirtækjum þó að sú þróun hafi verið hér síðustu ár. 

 Hvernig væri ef að fólk hætti að öfundast útí menn sem að eru að græða peninga og fari í staðinn að samgleðjast fólki sem að gengur vel. Það ætla ég að gera og vona að Bjarni eignist fullt af pening og eiði því öllu í sig, kaupi nýjan jeppa, hús, jarðir, sófa, sjónvarp og allt sem að fólk þarf að kaupa. Það er nefnilega þannig að það eru fyrirtæki sem að hagnast á að menn kaupi sér allt sem að þeim langar í og því fleiri sem að eignast fullt af peningum þá selur búðin meira, eigandi búðarinnar kaupir svo nýjar flísar, innréttingu, sturtu og fær iðnaðarmenn til að vinna verkið, þá er aftur komin peningur í umferð.

 Fögnum öllum þeim sem að eiga pening  því að þeir halda hagkerfinu gangandi og allir græða.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband