Inga amma

Þá hefur elsku Inga amma mín verið lögð í sína hinstu hvílu.

Það er svo sorglegt þegar að gott fólk deyr, Inga amma var eitt af þessu afbragðs fólki sem að stígur á þessa jörð. Þegar að ég hugsa til baka þá man ég bara eftir einhverju góðu í fari hennar og hún hafði engan galla, ég veit það fer líka í taugarnar á mér þegar að fólk er að dásama einhver sem að er dauður en amma var svona í alvöru. Amma hafði þessa áru að það voru alltaf rólegheit í kringum hana og á heimilinu hjá henni og Halla afa var aldrei einhver æsingur.

Þegar að ég var að hugsa um ömmu í gær þá man ég eftir hvað það var gaman að vera hjá henni og vaska upp, já amma leyfði mér að vaska upp án þess að gera eitthvað mál úr því. Ef að ég sullaði þá var það bara þurrkað og ekkert vandamál. Amma var líka alltaf vel til höfð, man bara ekki eftir að hún hafi verið í óhreinum fötum.

Elsku amma mín, ég vil bara þakka þér fyrir allar þessar yndislegu stundir sem að við fengum saman og ég verð þér endalaust þakklátur fyrir þær. Ég veit að þú ert komin á góðan stað þar sem að hinir útvöldu fá að vera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband