Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Aðgerðaráætlun

Það er alveg frábært að sjá hvað Jóhanna Sig er dugleg, er búin að halda blaðamannafund um aðgerðirnar í heilbrigðiskerfinu. Það er semsagt búið að halda blaðamannafund um hvað á að laga, bíddu en til hvers er verið að halda blaðamannafund um eitthvað sem að allir vita að þarf að laga? Af hverju kom hún ekki með einhverja áætlun frekar en að segja okkur hvað á að laga. Þetta er sennilega það allra heimskulegasta sem að hefur verið gert og sérstaklega að blaðamenn skuli ekki pressa á hana að svara hvernig á að gera þetta? Ætlar hún að hækka launin hjá hjúkrunarfræðingum þannig að þeir þurfi ekki að ráða sig í 60% starf og vinna svo 100% öll 40% á yfirvinnu? Eða hækka launin hjá sjúkraliðum sem að eru með skammarlega lág laun, fækka yfirmönnum inná spítölunum og skrifstofum? Segðu mér Jóhanna hvernig á að manna þessar stöður sem að engin er í? Heldur þú að það vilji einhver vinna á skítalaunum eða á að sprengja launataxtana? 

Það var samt rosalega jákvætt að sjá að Jóhanna geri sér grein fyrir vandanum en þá er bara hálfur sigur unnin, það þarf líka fólk.............................. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband