Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Jafnrétti......... ekki fyrir karla

Það sló mig alveg svakalega að sjá nýja jafnréttisráðið, 6 konur 3 karlar, er það jafnrétti? Þegar að skoðað er hverjir tilnefna í þetta ráð eru kvenfélag íslands og kvennaréttindafélag íslands með fulltrúa en engin samtök fyrir réttindum karla. Hvers vegna á félag forræðislausra feðra ekki einnig fulltrúa? Hvers vegna eiga einhver kvennaréttindafélög fulltrúa? Er ég eitthvað að misskilja eða eru jafnrétti ekki eitthvað sem að bæði kyn þurfa á að halda eða er það bara fyrir femínista? Það er ekki þannig að ég treysti ekki Unu Maríu vinkonu minni en jafnrétti er ekki unnið með einsleitu ráði. Launamunur kynjanna er ekki eitthvað sem að pólitíkusar ráða heldur markaðurinn og hann borgar það sem að fólk fer fram á, ekki eftir hvaða kyni fólk er. Það er nefnilega þannig að fólk hefur val, val um hvað það vill vinna við og útfrá því hvað það vill mikið í laun, ef að það sættir sig ekki við launin þá er bara hægt að skipta um vinnu. Það er nóg af vinnu að fá og ég vona að fólk notfæri sér það, hvaða kyni, lit eða trúarbrögðum sem að það tilheyrir. Jafnrétti er ekki að allir fái sömu laun fyrir sömu vinnu heldur eftir vinnuframlagi, þá á sá sem að stendur sig vel í vinnu að fá hærri laun en sá sem að gerir það ekki. Það er nefnilega þannig að við höfum öll jöfn tækifæri bara spurning um hvernig að við nýtum okkar tækifæri. 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband