Verðtrygging

Ég fer að hallast að því að fólk hérna á þessu landi séu einfaldlega hálfvitar, hvers vegna er fólk ekki að mótmæla verðtryggingunni? Það er nefnilega hún sem að er að leggja alla í gjaldþrot ekki Davíð eða einhverjir aðrir bjálfar sem að stjórna einhverju á þessu landi. Það versta er að verðtrygging er varin af lífeyrissjóðnum sem að við erum skildug að leggja okkar peninga í.

 Ég keypti mér t.d. íbúð fyrir rúmum 2. árum á 16.1 milljón, borgaði 4 milljónir sem að ég átti út þannig að lánið var í 12,1 sem að ég tók, sá nefnilega fram á auðvelda daga að borga af láninu. Núna er þetta sama lán að nálgast 16 milljónir þannig að allir peningarnir sem að ég lagði fram eru horfnir. Ég er semsagt búin að tapa öllum sparnaðinum mínum án þess að hafa gert annað en að borga samviskusamlega af mínu láni. Launin mín hafa sko ekki hækkað í samræmi við verðbólgu sem að bitnar núna tvöfalt á mér og minni fjölskyldu þ.e. með hækkandi afborgunum og hækkandi verðlagi. 

 Hvers vegna er þetta ekki eitthvað sem að stjórnarflokkarnir fara að ath með að fella niður verðtryggingu? Hvað ætla þeir að gera þegar að ég get ekki lengur borgað af láninu mínu?

Ég hef alltaf talið mig vera skynsaman í peningamálum en núna er ég að fara að hugsa um að hætta að borga af láninu af íbúðinni þar sem að það þjónar engum tilgangi þar sem að lánið mitt er alveg örugglega ekki hætt að hækka.

Ég hvet fólk til að fara að hætta að vera að mótmæla Davíð og fara að einbeita sér af því sem að skiptir máli, helvítis vertryggingunni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sælir

Þetta er málið!!! Við erum hálfvitar að láta bjóða okkur upp á þessa verðtryggingu. Þú mátt alveg nota þinn kraft til að efla þau samtök sem berst fyriri afnámi þessarar tryggingar, www.heimilin.is

Þetta er magnað rán sem er verið að herja á okkur, kíktu á sl. blogg frá mér!

Haraldur Haraldsson, 7.2.2009 kl. 22:52

2 Smámynd: Hlédís

Það þarf nú ekki að hætta einu baráttumáli, þó annað sé brýnna. Ég er skuldlaus fyrir hundaheppni og þá staðreynd að tilheyri kynslóð sem eignaðist húsnæði og fékk menntun Fyrir Verðtryggingu. Samt hef ég hamast gegn þessum heimskulega ósóma nær alla tíð síðan það hófst.  Hefur þú lesið skrif Gunnars Tómassonar, hagfræðings eða heyrt til hans í 'Silfri Egils' (f. 1 viku) ? Hann hefur spáð öllu rétt um dauðadæmda fjármálastefnu heimsins í áratugi - varaði við Verðtryggingar-bjálfaskapnum strax 1979 - og  gefur nú róttæk ráð til að losa landið undan afleiðingum verðtryggingarinnar. Heldurðu að verði hlustað á Gunnar?  Þetta lið kann ekki að reikna.    Lítirðu á bloggsíðu mína - sérðu að ég reyndi að benda þar á Verðtryggðu Okurlánin sl. haust sem nýr bloggari! Kom með smádæmi um ósómann - talaði fyrir daufum eyrum.

Það verður að hamra betur á þessu megin-máli!

ES: geturðu hugsað þér að nota ljósari grunn? Svartur er mjög erfiður fólki með dapra sjón.

Hlédís, 7.2.2009 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband