Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Fyrir hvern er lífeyrissjóðurinn?

Á morgun verður íbúðin mín boðinn upp!!!!!!

 Á morgun ætlar lífeyrissjóðurinn að bjóða upp íbúðina mína vegna 54000 kr. skuldar, þá spyr ég fyrir hvern er lífeyrissjóðurinn? 

 Er þetta minn sparnaður?

Er það ekki rétt skilið hjá mér að lífeyrisinnleggið mitt er fyrir mig? Hver er það sem að tapar ef að ég borga ekki í lífeyrissjóð?

Er það ekki rétt munað hjá mér að það voru lífeyrissjóðirnir sem að töpuðu allir einhverjum 1000 milljónum á síðasta ári og á ekki að lækka greiðslurnar úr sjóðunum af því að þeir töpuðu svo miklum peningum.

Eru það ekki lífeyrissjóðirnir sem að halda öllum íslendingum í gíslingu vegna þess að ef að verðtryggingin verður felld niður þá tapa þeir ennþá meiri pening?

Hver er þá hagnaðurinn að vera með svona sjóði ef að þeir gera ekkert annað en að tapa peningum fyrir fólkið sem að leggur fram pening í þá?

Ég er allavega kominn með algert ógeð af þessum drullugu og spilltu  sjóðum sem að gera ekki meira en að gefa þeim sem að stjórna þeim óeðlilega mikil völd í skjóli fólksins sem að leggur fram peninga í þá. Þetta eru menn sem að hafa verið að fara í utanlandsferðir, veislur og annan munað allt á okkar kostnað fyrir utan að sitja í stjórnum hjá öllum þessum fyrirtækjum sem að er verið að gera upp núna.

Þá kem ég aftur að þessari spurningu fyrir hvern er lífeyrissjóðurinn ef að hann er byrjaður að taka íbúðir af fólki sem að stendur í skilum með allt annað en 54000kr. sem að b.t.w. minn sparnaður.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband