Hvað vill maður fá útúr lífinu?

Ég haf verið að velta þessari spurningu fyrir mér, hvað vill maður raunverulega?

Þegar að ég byrjaði að velta þessu fyrir mér þá fór ég að hugsa hvað er ég búinn að gera sem að gaf mér hamingju? Fæðing barnanna minna er auðvitað nr eitt, það er bara eitthvað við það sem að fyllir mann af hamingju og gleði að hugsa um. Þeir sem að hafa ekki prófað það eða ekki verið viðstaddir eru búnir að missa af miklu, fá þessi kríli í fangið er bara himneskt móment sem að verður aldrei toppuð.

Fjölskyldan mín er mér líka allt, ég er svo heppinn að eiga bræður sem að ég elska mest af öllu enda eru þeir alltaf til staðar þegar að maður þarf og þá er ég að meina alltaf. Það hefur aldrei neitt komið uppá á milli okkar þó að við séum ekki alltaf sammála, það er aldrei rifist eða neitt neikvætt sem að gerist á milli okkar. Hvað eru margir sem að hafa upplifað að þurfa aldrei að rífast eða bara eitthvað neikvætt sem að gerist á milli syskina?

Vinir, magnað hvað maður á marga vini. Ég er búinn að eiga meira og minna sömu vinina frá því að ég var 13 ára og suma fyrir það. Þar hefur samt margt gerst en samt ekki, það eina sem að hefur komið á milli okkar eru auðvitað konur, konur eru samt yndislegar ekki misskilja mig. Það sem að hefur ekki verið brallað í mínum vinahópi er ekki til, en alltaf höfum við verið hvor öðrum trúir að öllu leiti. Ég elska vini mína enda hafa þeir kennt mér hvað það er gott að eiga góða vini og því mun ég aldrei gleyma.

Konur, þær hafa verið nokkrar í mínu lífi og verð ég að viðurkenna það að þær hafa allar kennt mér eitthvað. Hvort það var allt gott verður ekki farið útí en þær hafa samt allar fullkomnar á sinn hátt. Það sem að þær hafa kennt mér er að elska þær eins og þær eru, hefði kannski átt að fatta það aðeins fyrr hahaha.

Niðurstaðan er þá sú að það sem að maður vill fá útúr lífinu er að lifa því eins vel og hægt er, rækta sig, börnin, vinina og auðvitað konurnar.

Lifðu lífinu lifandi, þú veist aldrei hvenær það endar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband