Hvenær kemur löggan?

Ég hef verið að velta fyrir mér hvernig að þetta virkar eiginlega með glæpamenn, þurfa þeir alltaf að klára glæpinn áður en þeir eru teknir úr umferð?

 Ástæðan fyrir að ég er að velta þessu fyrir mér er að vinkona konunnar minnar verður núna að fara huldu höfði með barnið sitt vegna hótana fyrrverandi kærasta. Hann er búin að rústa heimili hennar, eyðileggja bílinn og er búin að hóta henni því að hann drepi hana þegar að hann finnur hana. Hann er búin að taka mömmu hennar og systir hennar sem gísla og hóta þeim öllu illu ef að þær gefa ekki upp hvar hún er niðurkomin. Það er búið að tala við lögguna og hún hefur bara því miður ekkert getað gert þar sem að það er enginn glæpur "ennþá".

 Það er ekki eins og þessi maður sé meinlaus þar sem að hann hefur nú þegar setið af sér dóm fyrir manndráp. 

  Þá kemur spurningin aftur "hvenær kemur löggan" þegar að hann er búin að finna hana og drepa?

 

P.S. Þetta er ekki grín eða einhver saga, þetta er því miður ískaldur sannleiki. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steini Thorst

Ég bara verð að taka undir með þér að þetta er með ólíkindum. Þ.e. að ekkert sé hægt að gera fyrr en glæpurinn er framinn.

Vinkona mín liggur núna undir líflátshótunum fyrrverandi sambýlismanns og barnsföður. Hún stefnir á að flytja erlendis, flýja landið, vegna þess að hún treystir sér illa eða alls ekki til að búa hérna við þessar hótanir.

Hvað er hægt að gera þegar löggan hefur ekki vald til að gera neitt????

Steini Thorst, 3.9.2007 kl. 11:04

2 identicon

Þetta er alveg svakalegtÖmurlegt að fyrir konur að þurfa að lifa í svona fangelsi, sífellt fullar af ótta og ég tala nú ekki um börnin sem lenda eflaust verst útúr þessu öllu.... Hvar er löggæslan í landinu sem á að vernda okkur?

Dagrún Fanný (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 10:28

3 identicon

Tek undir tetta med ykkur ...

Manni blöskrar hvad madur getur verid varnarlaus í skelfilegri adstödu...

Tid sem búid á íslandi í tessu litla landi ,manni finnst madur eiga tekkja lögregluna svo fá erum tid.En tví midur getur madur ekki treyst lögvaldinu.

Hversu langt tarf málid ad ganga????

Vonum tad besta fyrir tessa stúlku og fjölskyldu hennar.

Höddi tú ættir ad setja tessa grein á mbl.is

og sjá vidbrögdin.

kv GH

Gudrún Hauksdóotir (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 10:38

4 identicon

  Þetta er svakalegt og trúi maður því varla að sumir eru svo sjúkir eins og raunverulegt er.

Ég sendi þessari konu baráttukveðjur.

Og styð það heils hugar að þetta þarf að birta, þetta getur ekki gengið svona áfram, við eigum ekki að þurfa að ganga huldu höfði.          

Halla Rós (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 11:09

5 identicon

Þetta er alveg hræðilegt, en getur hún ekki fengið nálgunarbann á hann og ef hann brítur það þá getur löggan tekið hann, en auðvita bara í stuttan tíma, það þarf alltaf eitthvað hræðilegt að gerast svo þessir menn séu lokaðir inni og ekki eru þeir lokaðir lengi inni, dómarnir hér á íslandi eru bara djók... 

Gulla (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband