Amma tekin aftur

Amma mín er ein af stofnendum kvenfélags framsóknarflokksins í kópavogi, það er því hægt að segja að amma mín sé framsóknarmaður. Það er eitt sem að amma mín hatar, hún hatar íhaldið. Það er þannig að djöfullinn er settur í sama flokk og íhaldið, þannig að þið skiljið hvað það er ógeðslegt. Fyrir þessar kosningar ákvað svo amma að hætta að selja sál sýna djöflinum(íhaldinu) og setti ekki X við B heldur kaus hún samfylkinguna. Amma var nefnilega alveg viss um að hún Ingibjörg myndi aldrei selja sál sýna djöflinum. Glöð í bragði eftir kosningarnar sá amma loksins fram á að það kæmi vinstri stjórn leidd að konunni sem að selur sig ekki. Núna tveimur vikum seinna er samfylkingin gengin í samstarf með djöflinum, hjartað í ömmu er brotið, hvað á hún að gera? þar sem að Ingibjörg gaf það skýrt í ljós að hún vildi vinstri stjórn. Það er alla vega á hreinu að amma kýs ekki samfylkinguna aftur, ætli gamla konan kjósi ekki bara vinstri græna næst þar sem að það er alveg á hreinu að þeir fara sko aldrei í stjórn. 

 Það er nefnilega þannig í nútímanum að allir þrá völd og að hafa vald yfir peningum, meira að segja amma.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband