Bloggfærslur mánaðarins, október 2014

og hvað svo?

Ég ætla að byrja á að segja að ég er HK-ingur, ég ber hug til félagsins og vill því alls hið besta.

 Hvernig stendur á því að þessi fyrrum litla knattspyrnudeild er nú öll í upplausn?

Það eru 2 hópar sem að eru að reyna að berjast um völd í félaginu sem að við ætlum að kalla unglingaráðsmafíuna og gömlu mafíun. Af hverju er verið að berjast um völd í félagsstarfi sem að snýst að mestu leiti um að leyfa börnum að leika sér í fótbolta og auka færni þeirra? Jú auðvitað er það peningar, peningar sem að eru ekki til en er hægt að afla og hvernig á að skipta þeim. Fyrir mér þá er það algjörlega út úr kú að unglingaráð sé að fá peninga frá knattspyrnudeild þar sem að unglingaráð er áskrifandi af peningum frá foreldrum í formi æfingargjalda og svo styrkja frá bænum vegna iðkennda. Það vita það allir að meistaraflokkur hefur verið rekinn með algjörum lágmarksútgjöldum vegna gamalla skulda sem að var stofnað til hér áður fyrr og eftir því sem að ég best veit hefur verið reynt að gera þær upp til að halda rekstri félagsins áfram. Það hefur gengið illa að fá einhverja til að ná í peninga vegna þess að fólk hefur gengið að fá einhverja til að selja auglýsingar og að safna styrkjum en samt hefur það einhvernvegin samt verið þannig að þetta hefur síðustu 2 ár verið á höndum eins manns að gera þetta. Ég veit það best sjálfur því að þetta er ótrúlega mikil vinna sem að öll er unnin í sjálfboðavinnu og það hafa ekki allir endalausan tíma að gefa þar sem að við þurfum jú líka að vinna okkur inn tekjur sjálf til að heimilisbókhaldið gangi upp. 

Hvernig stendur á því að þeir foreldrar sem að eiga börn í þessu félagi reyna ekki að fá sinn atvinnurekanda til að kaupa auglýsingar eða gera einhverja styrktarsamninga?

 Og hvað svo er yfirskrift þessa bloggs vegna þess að ég held að fólk sé ekki að hugsa þetta alla leið.

Hvað ef UM nær völdum, eins og að allt lítur út þá hætta leikmenn í meistaraflokki og að öllum líkindum þjálfarar líka. Já það er verið að bola út foreldrum leikmanna í meistaraflokki sem að hafa að vera að vinna við leiki og það er á hreinu að þessir foreldrar eru ekki að fara að vinna með UM og hvað þá? Ætlar UM að sjá um að manna alla leiki og finna nýja leikmenn og kannski líka þjálfara? Ætlar UM að finna nýja styrktaraðila þar sem að ég veit að GM hafa verið að leggja til peninga úr eigin vasa. 

Hvað ef að GM nær völdum, þá er talað um að foreldrar ætli að taka börn sín úr félaginu og að yfirþjálfari ætli að skoða sína stöðu sem að getur orðið til þess að einhverjir að þjálfurum yngri flokka láti sig hverfa líka.

Félagið er semsagt í upplausn og hvernig sem að þetta fer verður það til þess að félagið verður aldrei samt. Hvað er til ráða? Sennilega er það eina sem að hægt er að gera að allt félagið fari í alvarlega naflaskoðun um hver sé tilgangur þess.

Ég ætla að leggja það til að öllu þessu fólki knattspyrnustjórn, unglingaráð, framkvæmdastjórn og aðalstjórn fari að endurskoða sína stöðu því að þetta getur ekki gengið lengur. Það verði fundið nýtt fólk sem að hefur þroska til að standa í þessu og setji heildræna stefnu um hvert félagið ætlar að stefna og gera það í eitt skipti fyrir öll hvernig á að vinna að því að þetta gerist aldrei aftur að það verði svona upphlaup í félaginu.

kær kveðja

Konungurinn 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband