Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011
Bönnum frímínútur
9.11.2011 | 19:25
Enn einu sinni á forræðishyggjan að reyna að drepa okkur.
Ég er einn af þeim sem að fannst frímínútur vera skemmtilegasti tíminn í skólanum þar sem að farið var í fótbolta eða einhverja aðra skemmtilega leiki ef ekki hefði verið frímínútur þá hefði ég dáið úr leiðindum í skólanum. Nú kemur ofurfeministinn og ofgakonan Magga Pála með þá tillögu að banna frímínútur. Ég hef eina spurningu, af hverju er einhver að birta þessa frétt og af hverju er einhver að birta þessar skoðanir? Eigum við ekki líka að banna bíla því að við gætum lent í árekstri eða banna bara blogg eins og hún vill þar sem að skoðanir venjulegs fólks gætu reynst hættulegar? Þess ber samt að geta að margar af stefnum hennar í skólstarfi er ég hlynntur þannig að hún er ekki alslæm.
Hvernig væri ef að við foreldrar færum bara að eyða meiri tíma í að kenna börnunum okkar almenn samskipti í stað þess að banna og banna. Ég hvet alla foreldra að skoða hvernig að þeir kenna börnum sínum samskipti við aðra því að ég tel að það sé rót vandans, þ.e. tímaskortur okkar að tala við börnin.
Ég ætla að segja þér að ég hef talað um þetta við börnin mín frá því að þau voru mjög lítil, að skilja aldrei útundan og hugsa alltaf vel um vini sína. Það að segja við börnin í hvert skipti sem að þau lenda í einhverju að minna þau á að þau eigi að læra að reynslunni og ekki gera það sama við einhvern annan því að þá mun þeim sama líða illa. Við verðum nefnilega að vera dugleg að kenna börnunum okkar að ef að einhver hegðum lætur þeim líða illa þá eigi þau ekki að gera það við einhvern annan því ef að allir gera foreldrar gera það þá verður þessum vandamálum útrýmt hægt og rólega. En hvað gerum við þá foreldra sem að er ekki viðbjargandi kann einhver að spyrja, látum þau vera og einbeitum okkur að börnunum því að þau geta endalaust lært enda kunna þau ekki að hata, það er eitthvað sem að lærist.
Niðurstaðan, talaðu við barnið þitt um hvernig hegðun hefur áhrif og leiðbeinum barninu á rétta braut ;)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað vill maður fá útúr lífinu?
8.11.2011 | 21:15
Ég haf verið að velta þessari spurningu fyrir mér, hvað vill maður raunverulega?
Þegar að ég byrjaði að velta þessu fyrir mér þá fór ég að hugsa hvað er ég búinn að gera sem að gaf mér hamingju? Fæðing barnanna minna er auðvitað nr eitt, það er bara eitthvað við það sem að fyllir mann af hamingju og gleði að hugsa um. Þeir sem að hafa ekki prófað það eða ekki verið viðstaddir eru búnir að missa af miklu, fá þessi kríli í fangið er bara himneskt móment sem að verður aldrei toppuð.
Fjölskyldan mín er mér líka allt, ég er svo heppinn að eiga bræður sem að ég elska mest af öllu enda eru þeir alltaf til staðar þegar að maður þarf og þá er ég að meina alltaf. Það hefur aldrei neitt komið uppá á milli okkar þó að við séum ekki alltaf sammála, það er aldrei rifist eða neitt neikvætt sem að gerist á milli okkar. Hvað eru margir sem að hafa upplifað að þurfa aldrei að rífast eða bara eitthvað neikvætt sem að gerist á milli syskina?
Vinir, magnað hvað maður á marga vini. Ég er búinn að eiga meira og minna sömu vinina frá því að ég var 13 ára og suma fyrir það. Þar hefur samt margt gerst en samt ekki, það eina sem að hefur komið á milli okkar eru auðvitað konur, konur eru samt yndislegar ekki misskilja mig. Það sem að hefur ekki verið brallað í mínum vinahópi er ekki til, en alltaf höfum við verið hvor öðrum trúir að öllu leiti. Ég elska vini mína enda hafa þeir kennt mér hvað það er gott að eiga góða vini og því mun ég aldrei gleyma.
Konur, þær hafa verið nokkrar í mínu lífi og verð ég að viðurkenna það að þær hafa allar kennt mér eitthvað. Hvort það var allt gott verður ekki farið útí en þær hafa samt allar fullkomnar á sinn hátt. Það sem að þær hafa kennt mér er að elska þær eins og þær eru, hefði kannski átt að fatta það aðeins fyrr hahaha.
Niðurstaðan er þá sú að það sem að maður vill fá útúr lífinu er að lifa því eins vel og hægt er, rækta sig, börnin, vinina og auðvitað konurnar.
Lifðu lífinu lifandi, þú veist aldrei hvenær það endar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
hvað á að gera
7.11.2011 | 21:27
Ég hef verið að velta fyrir mér hvað fólk sem að á ekki maka gerir.
Það eru að verða 8 mánuðir síðan að ég skildi og mér fynnst ég ekkert var að komast áfram. Ég er auðvitað búinn að vera að daðra enda er ég listamaður í því en einhvernveginn þá virðist það vera þannig að ég og fórnarlömbin erum ekki að finna flöt á þessu. Þess ber að geta að þetta eru allar gerðir af konum, með og án barna, sitthvort stjörnumerkið en allar myndarlega á sinn hátt.
Mér var tjáð það af einni að hún sagði mér að ég væri svo "all in", afhverju er það eitthvað fráhrindandi? Á maður að vera að leika eitthvað sem að maður er ekki? Auðvitað er ég í þessum leik til að kynnast konu sem að mér langar að eyða lífinu með og það er það sem að ég stefni á, ekki að ríða sem flestum enda er ég löngu búinn með þann leik. Ég er ekki að fara að elta einhverja konu sem að hefur ekki áhuga á mér enda fynnst mér ekkert niðurlægjandi að fá NEI framaní mig, það er allavega betra að fá nei en þora ekki. Það eina sem að ég vil fá út úr þessu er að fynna hamingjuna með einhverri góðri konu sem að vill leyfa mér að vera eins og ég er.
Hvernig maður er ég? Ég er draumur í dós og ég meina það, ég er hjarthlýr, skemmtilegur, kelikall, heiðarlegur og síðast en ekki síst glæsilegur pakki. Auðvitað hef ég galla en enga stórkostlega, allavega ekkert sem að myndi teljast vera stór galli og stundum eru gallar bara kostir.
Þannig að niðurstaðan er sú, ef að þú þorir ekki vera að býða endalaust með það því að þá getur það verið of seint
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)