Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
Lífeyrissjóðir
13.2.2009 | 22:19
Ég hef verið að velta fyrir mér tilgangi lífeyrisjóðanna, fyrir hvern eru þeir? Eiga þeir bara að þjóna þeim sem að eru efnaðir?
Þegar að maður neyðist til að borga alla ævi í lífeyrissjóð hvers vegna er þá ekki jafnað út greiðslan sem að lögð er inn. Það eru allir sem að eru að þiggja laun neyddir til að borga í þá hvers vegna hvers vegna fer þá ekki öll innlögnin í einhverskonar jöfnunarsjóð þannig að allir fá t.d. 300 þúsund á mánuði út úr þeim í stað þess að þeir sem að hafa haft mikil laun fá alltaf meira? Ef að menn hafa haft há laun þá eiga þeir að getað lagt meiri pening fyrir en þeir sem að hafa lægri laun t.d. með séreignasparnaði. Það er búið að draga sama hlutfall af öllum og þess vegna á að jafna greiðsluna úr sjóðunum. Það er þannig í dag að þeir sem að hafa minnst á milli handana fá minna úr sjóðunum í stað þess að t.d. alþingismenn hafa meiri réttindi heldur en við, almúginn.
Hvers vegna er ekki bara einn lífeyrisjóður fyrir alla í stað þess að hafa þá marga með rándýrri yfirbyggingu,þá myndi vera einn gífurlega öflugur sjóður í stað margra. Þá væri líka hægt að ráða teimi af hæfustu mönnunum til að stýra þeim. Ég er nefnilega ekki alveg viss um að fólk geri sér almennilega grein fyrir hversu mikil völd það er að komast í stjórn á svona sjóðum, þeir sem að komast til valda geta nefnilega haft einhver gæluverkefni fyrir vini og vandamenn ef að þeim sýnist svo. Gott dæmi er formaður í VR sem að komst í stjórn kaupþings og fékk bara 500,000 aukalega á mánuði fyrir það í stað þess að einhver hæfur maður hefði tekið sæti fyrir sjóðinn og auðvitað hefðu laun hans fyrir stjórnarsetu átt að ganga í sjóðinn þar sem að hann er starfsmaður hans. Menn eiga nefnilega ekki að fá aukalaun fyrir að sitja í stjórn einhvers fyrirtækis fyrir hönd sjóðsins og þiggja aukalaun fyrir það þar sem að þeir eru þarna sem mínir fulltrúar, auðvitað á sjóðurinn að hagnast þar sem að þetta eru hans peningar.
Ég vil að fólk fari að gera meiri kröfur um að sjóðirnir séu vel reknir og að aldrei skerðist eigið fé sjóðanna og ef að það gerist verða menn látnir svara til saka fyrir það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Verðtrygging
7.2.2009 | 22:36
Ég fer að hallast að því að fólk hérna á þessu landi séu einfaldlega hálfvitar, hvers vegna er fólk ekki að mótmæla verðtryggingunni? Það er nefnilega hún sem að er að leggja alla í gjaldþrot ekki Davíð eða einhverjir aðrir bjálfar sem að stjórna einhverju á þessu landi. Það versta er að verðtrygging er varin af lífeyrissjóðnum sem að við erum skildug að leggja okkar peninga í.
Ég keypti mér t.d. íbúð fyrir rúmum 2. árum á 16.1 milljón, borgaði 4 milljónir sem að ég átti út þannig að lánið var í 12,1 sem að ég tók, sá nefnilega fram á auðvelda daga að borga af láninu. Núna er þetta sama lán að nálgast 16 milljónir þannig að allir peningarnir sem að ég lagði fram eru horfnir. Ég er semsagt búin að tapa öllum sparnaðinum mínum án þess að hafa gert annað en að borga samviskusamlega af mínu láni. Launin mín hafa sko ekki hækkað í samræmi við verðbólgu sem að bitnar núna tvöfalt á mér og minni fjölskyldu þ.e. með hækkandi afborgunum og hækkandi verðlagi.
Hvers vegna er þetta ekki eitthvað sem að stjórnarflokkarnir fara að ath með að fella niður verðtryggingu? Hvað ætla þeir að gera þegar að ég get ekki lengur borgað af láninu mínu?
Ég hef alltaf talið mig vera skynsaman í peningamálum en núna er ég að fara að hugsa um að hætta að borga af láninu af íbúðinni þar sem að það þjónar engum tilgangi þar sem að lánið mitt er alveg örugglega ekki hætt að hækka.
Ég hvet fólk til að fara að hætta að vera að mótmæla Davíð og fara að einbeita sér af því sem að skiptir máli, helvítis vertryggingunni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)