Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
það eru hálfvitar sem að stjórna landinu
10.11.2009 | 22:06
Hvers vegna eru vinstrimenn svona einfaldir í hugsun?
Meðan að allar þjóðir heimsins lækka vexti þá aukum við vexti og meðan að allar þjóðir lækka skatta þá á að hækka skatta á Íslandi.
Það er nú þegar búið að lækka ráðstöfunartekjur fólks um 50% með hækkun lána, lækkun launa og hækkunar á verðlagi. Þá er bara eitt ráð sem að vinstri menn hafa, hækka skatta. Hversu vitlaust ætli fólk þurfi að vera til að sjá að það er ekki hægt að hækka skatta nema að koma á mót við fólk á einhvern annan veg. Það verður að auka neyslu, til að auka hana þá verður að lækka álögur á fólk til að það hafi efni á að kaupa sér hluti. Ef að það er ekki gert þá auðvitað minnkar neysla og fyrirtæki verða að draga saman, sem að veldur því að atvinnuleysi eykst. Hversu gáfaður þarf maður að vera til að sjá ekki að afleiðingar aukinna skatta eru hræðilegar í þessu árferði sem að er í dag.
Þá er komið að fyrirtækjunum, hækka skatta á þau? Það eru flest fyrirtæki illa stödd vegna vaxtastefnunar sem að er við líði hérna og þá er auðvitað besta lausnin að hækka álögu líka af ríkinu. Þar fyrir utan á fólk minni peninga á milli handana á fólkinu þannig að fyrirtæki þurfa líka að undirbúa sig undir minnkandi tekjur. Hvað ætli að það þýði? Aukið atvinnuleysi sem að eykur greiðslur í atvinnuleysisbætur sem að minnka tekjur ríkisins enn meira.
Ég legg til að þið, fíflin sem að kusuð þessi fífl til að stjórna landinu takið á ykkur aukna skatta meðan að við hin reynum að velja hina leiðina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)