Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Frábær þessi ríkisstjórn

Rétt upp hönd allir þeir sem að kusu yfir okkur þessa ömurlegu ríkisstjórn.

 Það er þannig að þið eruð fífl, afhverju? Þetta fólk sem að þið kusuð hefur nákvæmlega ekki gert eitt til að létta þér lífið.

Tökum Kristinn Möller sem dæmi: maður sem að talaði um það fyrir 3. árum að það ætti að lækka álögur á bensín vegna þess að heimsmarkaðsverð hækkar, hann kemst í ríkistjórn og bensínverð hefur aldrei verið hærra, aldrei nokkurn tíman hefur það verið hærra en þá er þetta allt svo gott því að það þarf allt í einu svo mikla peninga til að byggja vegi, hmm þurfti það semsagt ekki hérna áður fyrr? Heldur áfram eins að koma í veg fyrir samgöngubætur 70% þjóðarinnar með þessari dreifbýlisstefnu í vegakerfinu.

Geir Haarde: Hvað getur maður sagt um þennan mann, hann er aumingi sem að þorir ekki að taka þegar að til þarf. Hann er ennþá í gíslingu Davíðs enda er hann eini leiðtoginn sem að þú kemur úr röðum (ó)sjálfsræðra manna. Hvers vegna segir hann ekki upp öllum bankaráðsmönnum seðlabankans þar sem að það vita það allir að þeir eru óhæfir? 

Jóhanna Sig: Svona kellingar, segjast ætla að gera hitt og gera þetta en samt er ekkert sem að gerist. Við skulum nú samt gleðjast yfir að hún hafi hækkað húsaleigubæturnar sem að b.t.w. fara allar í verðlagið vegna þess að húsaleiga bara hækkar.

Ingibjörg Sólrún: Hefur ekki gert neitt, nema það að niðurlægt sig fyrir alheimi með að láta sjá sig með slæðu eins og bæld gleðikona. Eru ekki allir að berjast gegn áhrifum múslímskra karla sem að beita konur sínar miklu ofbeldi og kúga þær í einu og öllu. Nei það ætlar hún ekki að gera enda barðist hún bara fyrir frelsi Íslenskra kvenna en ætlar að láta kúga sig til hlýðni þegar að markmiðinu er náð hér.

Árni Dýralæknir: Hægri hönd Davíðs, sér til þess að allir sem að tengjast Davíð fái störf við sitt hæfi, þannig að það sé alveg á hreinu að Davíðsmenn ráði ennþá í öllum stöðum þjóðfélagsins, nenni ekki að koma með dæmi en þeir sem að vilja leita gera það.

 Þetta er fólkið sem að þið c.a. 70% þjóðarinnar kaus til að stjórna landinu og þetta fólk hefur ekki gert eitt gott fyrir okkur.

Þakka ykkur kærlega fyrir. 


Hvað er að gerast?

Það er alveg magnað þetta krepputal, það er ekki kreppa. Núna er einfaldlega platkreppa búin til af Davíð Odds bara til að hann geti látið alla vita að hann ræður ennþá.  Hann hækkar stýrivexti til að vextir bankana hækki til að við kaupum ekki það sem að við langar í. Það er nefnilega þannig að þegar að við hættum að kaupa hvort sem að það eru íbúðir eða sjónvörp þá verður kreppa. Það eitt að við kaupum fyrir peningana sem að við öflum það heldur hagkerfinu gangandi.

Dæmi: Ég er múrari, ef að þú hættir að kaupa þér hús þá hef ég ekki vinnu, ekki konan í bankanum sem að reddar þér láni, ekki fasteignasalinn sem að ætlaði að selja þér íbúðina, ekki maurinn í byko sem að ætlaði að selja þér efnið til að setja inn í húsið, ekki allir hinir iðnaðarmennirnir sem að þú ætlaðir að ráða í vinnu samanber píparann, rafvirkja og húsasmiðinn, ekki arkitektinn sem að ætlaði að teikna fyrir þig húsið, ekki maðurinn sem að vinnur í IKEA sem að ætlaði að selja þér innbúið, ekki maðurinn í Lumex sem að ætlaði að hanna ljósin fyrir þig ekki maðurinn í Íspan sem að ætlaði að selja þér glerið í húsið, ekki maðurinn í ofnasmiðjunni sem að ætlaði að selja þér ofnana og allir þeir sem að framleiða vörurnar sem að þú ætlaðir að kaupa hvort sem að það er hér á landi eða erlendis.

Hvað kennir þetta þér? Hættu að hlusta á dómsdagsmenn eins og Davíð og farðu að eiða peningunum þínum í eitthvað sem að þér langar í vegna þess að þá hefur fólk atvinnu og enginn verður kreppan. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband