Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Erlent vinnuafl

Hvaða djók sektir eru þetta sem að fyrirtæki sem að eru með ólöglegt erlent vinnuafl eru að fá? Það er verið að sekta þá um 10.000-50.000 á dag ,ef að ég væri með ólöglega menn í vinnu þá myndi ég bara borga þessar sektir enda eru þær djók.

 Smá dæmi, ég er með 2 erlenda starfsmenn sem að ég borga 700kr. á tímann, þeir vinna 10 tíma á dag sem að gerir þá 14.000kr.  sem að ég þarf að borga. Setjum svo upp að ég væri með menn í vinnu sem að ég þarf að borga allt af, segjum líka 700kr. á tímann. Þegar að ég er búin að borga öll gjöld þá þyrfti ég að borga  1400kr.  á tíman og 2 yfirvinnutíma sem að er c.a. 2300kr.  þá er dæmið komið í 37.200 kr. sem að er aðeins meira. Það má þar með segja að ég væri að spara 33.200kr ef að ég væri með þá í vinnu. Þess má geta að þetta er fyrir einn dag. Þá eiga menn líka inni veikindadaga og sumarfrí. Þess má samt geta að það fengist enginn Íslendingur til að vinna á þessum launum.

Hvernig væri nú að fara að sekta fyrirtæki almennilega fyrir að vera með ólöglegt vinnuafl? Það á að sekta þá um 500.000 fyrir hvern mann sem að hefur starfað ólöglega þannig að fyrirtæki sem að standa í þessu finni eitthvað fyrir því að hafa ekki farið að lögum. 

Þess má líka geta að það er mikið af fyrirtækjum sem að eru með ólöglega starfsmenn og það er ekkert gert í því, ekki bara í byggingariðnaði heldur líka á veitingarstöðum þó að það sé miklu algengara í byggingariðnaði. 

 


Hvenær kemur löggan?

Ég hef verið að velta fyrir mér hvernig að þetta virkar eiginlega með glæpamenn, þurfa þeir alltaf að klára glæpinn áður en þeir eru teknir úr umferð?

 Ástæðan fyrir að ég er að velta þessu fyrir mér er að vinkona konunnar minnar verður núna að fara huldu höfði með barnið sitt vegna hótana fyrrverandi kærasta. Hann er búin að rústa heimili hennar, eyðileggja bílinn og er búin að hóta henni því að hann drepi hana þegar að hann finnur hana. Hann er búin að taka mömmu hennar og systir hennar sem gísla og hóta þeim öllu illu ef að þær gefa ekki upp hvar hún er niðurkomin. Það er búið að tala við lögguna og hún hefur bara því miður ekkert getað gert þar sem að það er enginn glæpur "ennþá".

 Það er ekki eins og þessi maður sé meinlaus þar sem að hann hefur nú þegar setið af sér dóm fyrir manndráp. 

  Þá kemur spurningin aftur "hvenær kemur löggan" þegar að hann er búin að finna hana og drepa?

 

P.S. Þetta er ekki grín eða einhver saga, þetta er því miður ískaldur sannleiki. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband