Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
Jafnrétti
8.12.2007 | 00:20
Ég er búin að vera að velta þessari jafnréttisumræðu mikið fyrir mér. Ég á konu börn af báðum kynjum og vill þeim báðum allt fyrir bestu. Ástæðan fyrir þessari færslu er samt aðallega umræða sem að átti sér stað í silfri Egils þar sem að voru komnar saman fiministin Kolbrún og hjallstefnukonan Margrét Pála. Þar voru þær að tala um hvað strákar væru miklu óþroskaðri en stelpur (sem að er b.t.w. alveg örugglega alveg satt enda hef ég yfirleitt átt yngri kærustu þar sem að ég er frekar óþroskaður) sem að ég ætla ekkert að efast um, en þess vegna er strákum og stelpum stíað í sundur. Stelpur eru semsagt sér þar sem að strákarnir eru svo óþroskaðir og geta ekki verið með stelpum í hóp þar sem að þeir vilja helst vera á fullu allan liðlangan daginn.
Þá er komið að hugleiðingum mínum, er það þá jafnrétti að stía kynjunum í sundur?
Erum við þá aftur til Ameríku í fyrrihluta 19 aldar þar sem að svartir fengu ekki að borða með hvítum?
Það var líka annað sem að stakk mig sem að Margrét talaði um að það væri alveg í lagi að setja stráka sér og stelpur sér þar sem að þá virkaði allt miklu betra, eigum við þá að hafa vinnustaði sem að eru skiptir eftir kynjum?
Talar um að stúlkur sé betri í félagslegum eiginleikum en strákar í einstaklingshæfni eins og sjálfstæði, styrk og þori, en hún ætlar að styrkja stúlkur í þeim þáttum sem að strákarnir eru betri í, þá kemur önnur spurning, Af hverju eiga stelpur ekki bara vera eins og þær eru og strákar eins og þeir eru? Af hverju er verið að reyna að steypa bæði kynin í sama mót?
Hún talar líka um að strákar samkvæmt bandarískri rannsókn ná miklu minna af námefninu ef að þeir sitja í stól, bíddu eigum við þá ekki að úthýsa stólum úr skólastofum til að stelpur geti lært þá hæfni?
Mér finnst það alveg útúr kú að vera að troða uppá börn einhverri hæfni sem að þau hafa ekki, þetta er svipað og að það eigi bara að kenna öllum á skíði af því að það er hollt. Ég vil að dóttir mín geri það sem að henni langar til og reyni að tileinka sér það sem að til þarf til að ná þeim árangri en ekki að troða henni í einhvern karlaheim sem að tilheyrir henni ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)