Eigum við að taka við flóttamönnum?
18.5.2008 | 13:53
Ég hef verið að fylgjast með þessari umræðu á akranesi um hvort að það eigi að taka á móti flóttamönnum þar í bæ og hef verið að pæla hvernig að þetta er framkvæmt.
Það hefur verið talað um að það séu 30 fjölskyldur sem að eru að býða eftir félagslegu húsnæði á akranesi og að koma flóttamannana hafi enginn áhrif þar á, þá koma upp hjá mér nokkrar spurningar.
Ætlar rauði krossin að kaupa húsnæði fyrir flóttamennina? Ef að þeir gera það ekki þá hlítur að þurfa að nota húsnæði sem að akranesbær á sem að hlítur að valda því að þessar fjölskyldur sem að eru að býða eftir húsnæði fara aftar í röðina, ekki satt.
Það eiga að koma einstæðar mæður með börn, þá hlítur að þurfa pláss á leikskólum, verður það til þess að fólk komist ekki með börn á leikskóla fyrr en að þau verða 2ára eða kannski 3 ára vegna þess að það tekst ekki að manna stöður í leikskólum? Ef að svo er þá veldur það því að annað foreldrið verður að vera heima en fólk fær samt bara fæðingarorlof í 9 mánuði, hvernig á þá að brúa bilið í þetta ár eða 2ár?
Hvar eiga þessar einstæðu mæður að vinna? Hvaða menntun hafa þær? Á kannski bara að flytja inn fólk sem að á að leggjast á féló?
Þar sem að aðrir sem að spyrja svona spurninga eru rasistar þá skal ég bara játa strax, bara svona til að fólk þurfi ekki að úthrópa mig sem slíkan.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.