Hvað er að gerast?
12.4.2008 | 12:39
Það er alveg magnað þetta krepputal, það er ekki kreppa. Núna er einfaldlega platkreppa búin til af Davíð Odds bara til að hann geti látið alla vita að hann ræður ennþá. Hann hækkar stýrivexti til að vextir bankana hækki til að við kaupum ekki það sem að við langar í. Það er nefnilega þannig að þegar að við hættum að kaupa hvort sem að það eru íbúðir eða sjónvörp þá verður kreppa. Það eitt að við kaupum fyrir peningana sem að við öflum það heldur hagkerfinu gangandi.
Dæmi: Ég er múrari, ef að þú hættir að kaupa þér hús þá hef ég ekki vinnu, ekki konan í bankanum sem að reddar þér láni, ekki fasteignasalinn sem að ætlaði að selja þér íbúðina, ekki maurinn í byko sem að ætlaði að selja þér efnið til að setja inn í húsið, ekki allir hinir iðnaðarmennirnir sem að þú ætlaðir að ráða í vinnu samanber píparann, rafvirkja og húsasmiðinn, ekki arkitektinn sem að ætlaði að teikna fyrir þig húsið, ekki maðurinn sem að vinnur í IKEA sem að ætlaði að selja þér innbúið, ekki maðurinn í Lumex sem að ætlaði að hanna ljósin fyrir þig ekki maðurinn í Íspan sem að ætlaði að selja þér glerið í húsið, ekki maðurinn í ofnasmiðjunni sem að ætlaði að selja þér ofnana og allir þeir sem að framleiða vörurnar sem að þú ætlaðir að kaupa hvort sem að það er hér á landi eða erlendis.
Hvað kennir þetta þér? Hættu að hlusta á dómsdagsmenn eins og Davíð og farðu að eiða peningunum þínum í eitthvað sem að þér langar í vegna þess að þá hefur fólk atvinnu og enginn verður kreppan.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.