Erlent vinnuafl
12.9.2007 | 20:58
Hvaða djók sektir eru þetta sem að fyrirtæki sem að eru með ólöglegt erlent vinnuafl eru að fá? Það er verið að sekta þá um 10.000-50.000 á dag ,ef að ég væri með ólöglega menn í vinnu þá myndi ég bara borga þessar sektir enda eru þær djók.
Smá dæmi, ég er með 2 erlenda starfsmenn sem að ég borga 700kr. á tímann, þeir vinna 10 tíma á dag sem að gerir þá 14.000kr. sem að ég þarf að borga. Setjum svo upp að ég væri með menn í vinnu sem að ég þarf að borga allt af, segjum líka 700kr. á tímann. Þegar að ég er búin að borga öll gjöld þá þyrfti ég að borga 1400kr. á tíman og 2 yfirvinnutíma sem að er c.a. 2300kr. þá er dæmið komið í 37.200 kr. sem að er aðeins meira. Það má þar með segja að ég væri að spara 33.200kr ef að ég væri með þá í vinnu. Þess má geta að þetta er fyrir einn dag. Þá eiga menn líka inni veikindadaga og sumarfrí. Þess má samt geta að það fengist enginn Íslendingur til að vinna á þessum launum.
Hvernig væri nú að fara að sekta fyrirtæki almennilega fyrir að vera með ólöglegt vinnuafl? Það á að sekta þá um 500.000 fyrir hvern mann sem að hefur starfað ólöglega þannig að fyrirtæki sem að standa í þessu finni eitthvað fyrir því að hafa ekki farið að lögum.
Þess má líka geta að það er mikið af fyrirtækjum sem að eru með ólöglega starfsmenn og það er ekkert gert í því, ekki bara í byggingariðnaði heldur líka á veitingarstöðum þó að það sé miklu algengara í byggingariðnaði.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.