Reykingardagurinn
31.5.2007 | 22:04
Það er að renna upp einn af heimskulegustu dögum landsins, dagurinn sem að reykingar verða bannaðar á veitingarstöðum. Ég er einn af þeim sem að hef unnið á bar og all flestir sem að unnu með mér reyktu. Ég er ekki alveg að skilja að þessi lög séu sett til að vernda starfsfólk staðana, bíddu en er það ekki val að vinna á stað sem að reykt er á. Er það líka ekki val að fara á stað sem að er reykt á eða er einhver skildugur til að fara á svoleiðis stað? Þetta snýst allt um val og ef að þú velur að fara á reyklausan stað þá er það frábært en það á líka að vera val að fara inná stað sem að er reykt á og fyrst að við erum byrjuð á þessum bönnum eigum við þá ekki að banna fólki að drekka? Það er allavega á hreinu að menn eru ekki að berja mann og annan ef að þeir reykja, það gera menn í ölæði. Ekki hefur neinn verið tekinn af lífi vegna þess að einhver var að reykja en það hefur gerst í ölæði og það er alveg á hreinu að það er ekki afsökun fyrir framhjáhaldi að einhver var að reykja en það gerist þegar að dómgreindin hefur verið skert með áfengisdrykkju. Ekki eru reknar stofnanir eins og SÁÁ fyrir reykingarmenn og ekki eru reykingarmenn dauðir útum allan bæ um helgar en það er fólkið sem að drekkur of mikið.
Það á að vera val eiganda staðana um að banna reykingar inná sínum stöðum ekki fólksins sem að er á alþingi. Þetta fólk sem að er á alþingi er ekkert gáfaðra fólk en við almúginn og á þess vegna ekki að vera að setja lög sem að snúast bara um forræðishyggju. Það er skynsamlegra að reyna að setja menn í fangelsi fyrir að misnota börn, berja fólk, nauðga og drepa en að eltast við það hvort að menn reyki eða ekki. Það er nefnilega ennþá val sem að allir eiga val um hvernig að þeir vilji lifa sýnu lífi og hvernig að þeir vilja sóa því.
Athugasemdir
Ég styð reykingarbann, það á að taka fólk af lífi fyrir að reykja, maður á ekki að hafa neitt val á Íslandi, ríkið á að ákveða hvort að þú reykir eða drekkur hvar þú kaupir áfengið, og hvort þú mígir sitjandi eða standandi.
Áfram Íslenska kommunistastefnan. ekki taka sjálfur ákvarðanir láttu ríkisstjórnina um það.
Kveðja frá DK.
poole i kvöld
DK boy (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 15:46
Við viljum þakka framsóknarflokknum fyrir þetta.
En annars fannst mér fínnt að djamma á reyklausum bar.
Þú fer aldrei á neinn bar, orðinn svo gamall. Þannig að ég skil ekki hvað þú ert að kvarta.
Á þá ekki að leyfa reykingar allstaðar þá?
Anton (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 17:34
Alli minn það er frábært hvað þú ert orðinn öfgafullur, annars ætti frekar að taka fólk af lífi fyrir að reykja ekki.
Það er mín skoðun að það á ekki að banna reykningar af ríkinu heldur eiga þeir sem að eiga t.d. barin að banna reykingar ef að það sé það sem að þeir óska.
Konungurinn (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.