Bönnum frímínútur
9.11.2011 | 19:25
Enn einu sinni á forræðishyggjan að reyna að drepa okkur.
Ég er einn af þeim sem að fannst frímínútur vera skemmtilegasti tíminn í skólanum þar sem að farið var í fótbolta eða einhverja aðra skemmtilega leiki ef ekki hefði verið frímínútur þá hefði ég dáið úr leiðindum í skólanum. Nú kemur ofurfeministinn og ofgakonan Magga Pála með þá tillögu að banna frímínútur. Ég hef eina spurningu, af hverju er einhver að birta þessa frétt og af hverju er einhver að birta þessar skoðanir? Eigum við ekki líka að banna bíla því að við gætum lent í árekstri eða banna bara blogg eins og hún vill þar sem að skoðanir venjulegs fólks gætu reynst hættulegar? Þess ber samt að geta að margar af stefnum hennar í skólstarfi er ég hlynntur þannig að hún er ekki alslæm.
Hvernig væri ef að við foreldrar færum bara að eyða meiri tíma í að kenna börnunum okkar almenn samskipti í stað þess að banna og banna. Ég hvet alla foreldra að skoða hvernig að þeir kenna börnum sínum samskipti við aðra því að ég tel að það sé rót vandans, þ.e. tímaskortur okkar að tala við börnin.
Ég ætla að segja þér að ég hef talað um þetta við börnin mín frá því að þau voru mjög lítil, að skilja aldrei útundan og hugsa alltaf vel um vini sína. Það að segja við börnin í hvert skipti sem að þau lenda í einhverju að minna þau á að þau eigi að læra að reynslunni og ekki gera það sama við einhvern annan því að þá mun þeim sama líða illa. Við verðum nefnilega að vera dugleg að kenna börnunum okkar að ef að einhver hegðum lætur þeim líða illa þá eigi þau ekki að gera það við einhvern annan því ef að allir gera foreldrar gera það þá verður þessum vandamálum útrýmt hægt og rólega. En hvað gerum við þá foreldra sem að er ekki viðbjargandi kann einhver að spyrja, látum þau vera og einbeitum okkur að börnunum því að þau geta endalaust lært enda kunna þau ekki að hata, það er eitthvað sem að lærist.
Niðurstaðan, talaðu við barnið þitt um hvernig hegðun hefur áhrif og leiðbeinum barninu á rétta braut ;)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.