hvað á að gera
7.11.2011 | 21:27
Ég hef verið að velta fyrir mér hvað fólk sem að á ekki maka gerir.
Það eru að verða 8 mánuðir síðan að ég skildi og mér fynnst ég ekkert var að komast áfram. Ég er auðvitað búinn að vera að daðra enda er ég listamaður í því en einhvernveginn þá virðist það vera þannig að ég og fórnarlömbin erum ekki að finna flöt á þessu. Þess ber að geta að þetta eru allar gerðir af konum, með og án barna, sitthvort stjörnumerkið en allar myndarlega á sinn hátt.
Mér var tjáð það af einni að hún sagði mér að ég væri svo "all in", afhverju er það eitthvað fráhrindandi? Á maður að vera að leika eitthvað sem að maður er ekki? Auðvitað er ég í þessum leik til að kynnast konu sem að mér langar að eyða lífinu með og það er það sem að ég stefni á, ekki að ríða sem flestum enda er ég löngu búinn með þann leik. Ég er ekki að fara að elta einhverja konu sem að hefur ekki áhuga á mér enda fynnst mér ekkert niðurlægjandi að fá NEI framaní mig, það er allavega betra að fá nei en þora ekki. Það eina sem að ég vil fá út úr þessu er að fynna hamingjuna með einhverri góðri konu sem að vill leyfa mér að vera eins og ég er.
Hvernig maður er ég? Ég er draumur í dós og ég meina það, ég er hjarthlýr, skemmtilegur, kelikall, heiðarlegur og síðast en ekki síst glæsilegur pakki. Auðvitað hef ég galla en enga stórkostlega, allavega ekkert sem að myndi teljast vera stór galli og stundum eru gallar bara kostir.
Þannig að niðurstaðan er sú, ef að þú þorir ekki vera að býða endalaust með það því að þá getur það verið of seint
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.