Færsluflokkur: Bloggar
Hvenær kemur löggan?
3.9.2007 | 10:40
Ég hef verið að velta fyrir mér hvernig að þetta virkar eiginlega með glæpamenn, þurfa þeir alltaf að klára glæpinn áður en þeir eru teknir úr umferð?
Ástæðan fyrir að ég er að velta þessu fyrir mér er að vinkona konunnar minnar verður núna að fara huldu höfði með barnið sitt vegna hótana fyrrverandi kærasta. Hann er búin að rústa heimili hennar, eyðileggja bílinn og er búin að hóta henni því að hann drepi hana þegar að hann finnur hana. Hann er búin að taka mömmu hennar og systir hennar sem gísla og hóta þeim öllu illu ef að þær gefa ekki upp hvar hún er niðurkomin. Það er búið að tala við lögguna og hún hefur bara því miður ekkert getað gert þar sem að það er enginn glæpur "ennþá".
Það er ekki eins og þessi maður sé meinlaus þar sem að hann hefur nú þegar setið af sér dóm fyrir manndráp.
Þá kemur spurningin aftur "hvenær kemur löggan" þegar að hann er búin að finna hana og drepa?
P.S. Þetta er ekki grín eða einhver saga, þetta er því miður ískaldur sannleiki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Jafnrétti......... ekki fyrir karla
23.8.2007 | 10:30
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Aðgerðaráætlun
6.6.2007 | 13:59
Það er alveg frábært að sjá hvað Jóhanna Sig er dugleg, er búin að halda blaðamannafund um aðgerðirnar í heilbrigðiskerfinu. Það er semsagt búið að halda blaðamannafund um hvað á að laga, bíddu en til hvers er verið að halda blaðamannafund um eitthvað sem að allir vita að þarf að laga? Af hverju kom hún ekki með einhverja áætlun frekar en að segja okkur hvað á að laga. Þetta er sennilega það allra heimskulegasta sem að hefur verið gert og sérstaklega að blaðamenn skuli ekki pressa á hana að svara hvernig á að gera þetta? Ætlar hún að hækka launin hjá hjúkrunarfræðingum þannig að þeir þurfi ekki að ráða sig í 60% starf og vinna svo 100% öll 40% á yfirvinnu? Eða hækka launin hjá sjúkraliðum sem að eru með skammarlega lág laun, fækka yfirmönnum inná spítölunum og skrifstofum? Segðu mér Jóhanna hvernig á að manna þessar stöður sem að engin er í? Heldur þú að það vilji einhver vinna á skítalaunum eða á að sprengja launataxtana?
Það var samt rosalega jákvætt að sjá að Jóhanna geri sér grein fyrir vandanum en þá er bara hálfur sigur unnin, það þarf líka fólk..............................
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Reykingardagurinn
31.5.2007 | 22:04
Það er að renna upp einn af heimskulegustu dögum landsins, dagurinn sem að reykingar verða bannaðar á veitingarstöðum. Ég er einn af þeim sem að hef unnið á bar og all flestir sem að unnu með mér reyktu. Ég er ekki alveg að skilja að þessi lög séu sett til að vernda starfsfólk staðana, bíddu en er það ekki val að vinna á stað sem að reykt er á. Er það líka ekki val að fara á stað sem að er reykt á eða er einhver skildugur til að fara á svoleiðis stað? Þetta snýst allt um val og ef að þú velur að fara á reyklausan stað þá er það frábært en það á líka að vera val að fara inná stað sem að er reykt á og fyrst að við erum byrjuð á þessum bönnum eigum við þá ekki að banna fólki að drekka? Það er allavega á hreinu að menn eru ekki að berja mann og annan ef að þeir reykja, það gera menn í ölæði. Ekki hefur neinn verið tekinn af lífi vegna þess að einhver var að reykja en það hefur gerst í ölæði og það er alveg á hreinu að það er ekki afsökun fyrir framhjáhaldi að einhver var að reykja en það gerist þegar að dómgreindin hefur verið skert með áfengisdrykkju. Ekki eru reknar stofnanir eins og SÁÁ fyrir reykingarmenn og ekki eru reykingarmenn dauðir útum allan bæ um helgar en það er fólkið sem að drekkur of mikið.
Það á að vera val eiganda staðana um að banna reykingar inná sínum stöðum ekki fólksins sem að er á alþingi. Þetta fólk sem að er á alþingi er ekkert gáfaðra fólk en við almúginn og á þess vegna ekki að vera að setja lög sem að snúast bara um forræðishyggju. Það er skynsamlegra að reyna að setja menn í fangelsi fyrir að misnota börn, berja fólk, nauðga og drepa en að eltast við það hvort að menn reyki eða ekki. Það er nefnilega ennþá val sem að allir eiga val um hvernig að þeir vilji lifa sýnu lífi og hvernig að þeir vilja sóa því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Amma tekin aftur
27.5.2007 | 14:38
Amma mín er ein af stofnendum kvenfélags framsóknarflokksins í kópavogi, það er því hægt að segja að amma mín sé framsóknarmaður. Það er eitt sem að amma mín hatar, hún hatar íhaldið. Það er þannig að djöfullinn er settur í sama flokk og íhaldið, þannig að þið skiljið hvað það er ógeðslegt. Fyrir þessar kosningar ákvað svo amma að hætta að selja sál sýna djöflinum(íhaldinu) og setti ekki X við B heldur kaus hún samfylkinguna. Amma var nefnilega alveg viss um að hún Ingibjörg myndi aldrei selja sál sýna djöflinum. Glöð í bragði eftir kosningarnar sá amma loksins fram á að það kæmi vinstri stjórn leidd að konunni sem að selur sig ekki. Núna tveimur vikum seinna er samfylkingin gengin í samstarf með djöflinum, hjartað í ömmu er brotið, hvað á hún að gera? þar sem að Ingibjörg gaf það skýrt í ljós að hún vildi vinstri stjórn. Það er alla vega á hreinu að amma kýs ekki samfylkinguna aftur, ætli gamla konan kjósi ekki bara vinstri græna næst þar sem að það er alveg á hreinu að þeir fara sko aldrei í stjórn.
Það er nefnilega þannig í nútímanum að allir þrá völd og að hafa vald yfir peningum, meira að segja amma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)